Erlent

Læknar og hjúkkur með líknardrápi

Óli Tynes skrifar
Hópur lækna og hjúkrunarkvenna í Bretlandi hefur stofnað ný samtök sem berjast fyrir því að lögleiða líknardráp. Þau kalla sig Heilbrigðisstarfsfólk fyrir breytingum og eru fyrsti hópurinn úr þeirri stétt sem fer gegn gildandi lögum. Þau munu eiga í höggi við samtök eins og British Medical Association og Royal College of Physicians.

Stofnandi þessa hóps er læknirinn Ann McPherson sem sjálf er að deyja úr krabbameini. Á síðasta ári féllu samtök hjúkrunarkvenna frá andstöðu við lagabreytingu og lýstu þess í stað yfir hlutleysi.

Nokkur tilfelli hafa komið upp þar sem dauðvona eða fjölfatlaðir sjúklingar hafa farið til annarra landa til þess að deyja með aðstoð lækna. Meðal annars fór lamaður íþróttamaður til Sviss á síðasta ári. Foreldrar hans fóru með honum og voru viðstaddir þegar hann lést. Yfirvöld hafa ekki gert neinar athugasemdir við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×