Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna 4. janúar 2010 12:53 Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l.Í frétt um málið á börsen.dk segir að vetrarhörkur víða á Vesturlöndum hafi valdið því að olíubirgðir hafa lækkað. Þetta ásamt stjórnmálaóróleika í Íran valda hækkunum á olíu nú að mati sérfræðinga.„Stærsti áhrifavaldurinn er án efa hið kalda veðurfar," segir Christopher Bellew greinandi hjá Bache Commodities í London. „Óróleikinn í stjórnmálum í Íran virðist ætla að blossa upp aftur og það hefur eðlilega áhrif á olíuverðið".Af annarri hrávöru má nefna að álverðið er á svipuðum slóðum í dag og fyrir áramót eða í 2.242 dollurum á tonnið á markaðinum í London. Hinsvegar heldur verð á kopar áfram að hækka í kjölfar yfirstandandi verkfalls í stærstu koparnámu Kína, Chuqucamata námunni.Gull er aftur að hækka í kjölfar þess að dollarinn helst áfram veikur. Stendur gullverðið nú í 1118,5 dollurum fyrir únsuna sem er 2% hækkun frá því fyrir áramótin. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l.Í frétt um málið á börsen.dk segir að vetrarhörkur víða á Vesturlöndum hafi valdið því að olíubirgðir hafa lækkað. Þetta ásamt stjórnmálaóróleika í Íran valda hækkunum á olíu nú að mati sérfræðinga.„Stærsti áhrifavaldurinn er án efa hið kalda veðurfar," segir Christopher Bellew greinandi hjá Bache Commodities í London. „Óróleikinn í stjórnmálum í Íran virðist ætla að blossa upp aftur og það hefur eðlilega áhrif á olíuverðið".Af annarri hrávöru má nefna að álverðið er á svipuðum slóðum í dag og fyrir áramót eða í 2.242 dollurum á tonnið á markaðinum í London. Hinsvegar heldur verð á kopar áfram að hækka í kjölfar yfirstandandi verkfalls í stærstu koparnámu Kína, Chuqucamata námunni.Gull er aftur að hækka í kjölfar þess að dollarinn helst áfram veikur. Stendur gullverðið nú í 1118,5 dollurum fyrir únsuna sem er 2% hækkun frá því fyrir áramótin.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira