Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakklands, segist hafa áhuga á því að taka við Man. Utd þegar Sir Alex Ferguson stígur loks úr stjórastólnum á Old Trafford.
Blanc lék með United í tvö ár áður en hann lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril.
Hann sló í gegn sem þjálfari Bordeaux og tók svo að sér hið metnaðarfulla verkefni að byggja upp franska landsliðið á nýjan leik.
Blanc hefur síðustu ár verið ofarlega á lista þegar rætt er um mögulega arftaka Ferguson.
"Ég gæti haft áhuga á þessu starfi. Það væri afar spennandi áskorun en mjög erfið. Þetta væri spennandi. Það verður erfitt að finna arftaka fyrir Ferguson sem hefur stýrt liðinu í 24 ár. Ég er ekki að hugsa mikið um það núna enda upptekinn af öðru verkefni," sagði Blanc.