Eggert er hættur við málsókn gegn Björgólfi 21. janúar 2010 08:35 Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham tekur til varna í blaðinu The Sun í dag fyrir stjórn sín á liðinu meðan það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Í viðtali við The Sun kemur m.a. fram að Eggert hafi neyðst til þess að hætta við málsókn sín gegn Björgólfi.Eins og kunnugt var af fréttum fyrir rúmu ári síðan ætlaði Eggert í mál við Björgólf til að kerfjast vangoldinna launa upp á um eina milljón punda eða rúmlega 200 milljóna kr. af Björgólfi.David Sullivan sem keypti 50% hlut í West Ham í vikunni ásamt David Gold hefur skellt skuldinni á Eggert fyrir bága fjárhagsstöðu West Ham. Segir hann ástæðuna fyrir stöðunni vera glórulausar ákvarðanir Eggerts í leikmannakaupum og launagreiðslum til þeirra.Eggert spyr í The Sun hvort menn haldi virkilega að hann hafi einn og sér tekið ákvarðanir um leikmannakaupin. Þau hafi verið gwerð með vitund, vilja og samþykki annarra sem stjórnuðu liðinu, þar á meðal þáverandi framkvæmdastjóra liðsins Alan Curbishley.„Og fólk hefur fljótt gleymt því að okkur tókst að halda liðinu í úrvalsdeildinni á þessu fyrsta ári okkar og það var kraftaverk," segir Eggert.Hvað varðar háðuleg orð Sullivan um að Eggert vildi koma aftur til liðs við West Ham segir Eggert að hann hafi aldrei talað við Sullivan og þekki hann ekki. Hann hafi hinsvegar haft samband við David Gold fyrir nokkrum síðan því hann þekkti fjárfesti sem hafði áhuga á liðinu.Þá kemur fram í máli Eggerts að mögulega hafi hann verið blekktur á þeim tíma sem hann var stjórnarformaður liðsins. „Kannski var mér talin trú um að meira fjármagn hafi verið til reiðu en síðan reyndist," segir Eggert. „Mér var sagt að mikið af fé væri til staðar til að gera hluti."Eggert segir að hann telji þá Sulivan og Gold bestu mennina til að taka við stjórn West Ham núna. Þeir hafi sína eigin peninga til að setja í liðið en ekki „pappírspeninga eða lán frá bönkum," eins og hann orðar það. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham tekur til varna í blaðinu The Sun í dag fyrir stjórn sín á liðinu meðan það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Í viðtali við The Sun kemur m.a. fram að Eggert hafi neyðst til þess að hætta við málsókn sín gegn Björgólfi.Eins og kunnugt var af fréttum fyrir rúmu ári síðan ætlaði Eggert í mál við Björgólf til að kerfjast vangoldinna launa upp á um eina milljón punda eða rúmlega 200 milljóna kr. af Björgólfi.David Sullivan sem keypti 50% hlut í West Ham í vikunni ásamt David Gold hefur skellt skuldinni á Eggert fyrir bága fjárhagsstöðu West Ham. Segir hann ástæðuna fyrir stöðunni vera glórulausar ákvarðanir Eggerts í leikmannakaupum og launagreiðslum til þeirra.Eggert spyr í The Sun hvort menn haldi virkilega að hann hafi einn og sér tekið ákvarðanir um leikmannakaupin. Þau hafi verið gwerð með vitund, vilja og samþykki annarra sem stjórnuðu liðinu, þar á meðal þáverandi framkvæmdastjóra liðsins Alan Curbishley.„Og fólk hefur fljótt gleymt því að okkur tókst að halda liðinu í úrvalsdeildinni á þessu fyrsta ári okkar og það var kraftaverk," segir Eggert.Hvað varðar háðuleg orð Sullivan um að Eggert vildi koma aftur til liðs við West Ham segir Eggert að hann hafi aldrei talað við Sullivan og þekki hann ekki. Hann hafi hinsvegar haft samband við David Gold fyrir nokkrum síðan því hann þekkti fjárfesti sem hafði áhuga á liðinu.Þá kemur fram í máli Eggerts að mögulega hafi hann verið blekktur á þeim tíma sem hann var stjórnarformaður liðsins. „Kannski var mér talin trú um að meira fjármagn hafi verið til reiðu en síðan reyndist," segir Eggert. „Mér var sagt að mikið af fé væri til staðar til að gera hluti."Eggert segir að hann telji þá Sulivan og Gold bestu mennina til að taka við stjórn West Ham núna. Þeir hafi sína eigin peninga til að setja í liðið en ekki „pappírspeninga eða lán frá bönkum," eins og hann orðar það.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira