Handbolti

Guðmundur: Gríðarlega krefjandi verkefni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

"Þetta er stórt og mikið starf og það er meiri pressa á mér í þessu starfi en því sem ég var í. Ég gat samt ekki sagt nei þegar ég var beðinn um að taka að mér starfið," sagðu Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn þjálfari þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, við Vísi í kvöld.

Guðmundur skrifaði í dag undir fimm ára samning við liðið en hann tekur við þjálfarastarfinu af Svíanum Ola Lindgren. Það vekur talsverða athygli að samningur Guðmundar við félagið er óuppsegjanlegur.

"Stefnan er að gera þetta lið að einu af bestu liðum heims á næstu fimm árum," sagði Guðmundur.

Nánar er rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við Rhein-Neckar Löwen

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur tekið við starfi þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen og skrifað undir fimm ára samning þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×