Handbolti

Guðmundur verður landsliðsþjálfari til ársins 2012

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson mun áfram verða landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í handknattleik þó svo hann sé orðinn þjálfari þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi að Guðmundur hefði verið með ákvæði í samningi sínum við HSÍ sem gerir honum kleift að þjálfa félagslið samhliða landsliðinu.

Samningur Guðmundar við HSÍ er til ársins 2012 og Einar segir að Guðmundur muni virða hann.

"Það er ekkert sem bendir til annars en að hann muni virða þann samning. 'Ég er búinn að ræða við Guðmund og hann mun virða samninginn," sagði Einar.


Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við Rhein-Neckar Löwen

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur tekið við starfi þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen og skrifað undir fimm ára samning þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×