Erlent

Vill banna styrki til moskubygginga frá Sádí Arabíu

Jonas Gahr Störe.
Jonas Gahr Störe.

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, vill koma í veg fyrir að aðilar frá Sádí Arabíu styrki byggingar moska í Noregi. Stjórnvöld í Sádí Arabíu og fjársterkir aðilar vilja leggja tugi milljóna norskra króna til moskubygginga víða um landið en Störe segir í svari til samtaka múslima í Noregi að ríkisstjórnin leggist gegn styrkveitingunum. Samkvæmt norskum lögum er utanaðkomandi heimilt að styrkja byggingu bænahúsa í landinu en að stjórnvöld þurfi að lýsa sig samþykk slíkum styrkveitingum.

Að sögn Störe er þversögn falin í því að stjórnvöld í Sádí geti styrkt byggingar moska erlendis um leið og kirkjubyggingar og kristnir söfnuðir eru bannaðir í landinu yfirhöfuð.

Espen Barth Eide, innanríkisráðherra Noregs er í heimsókn í Sádí Arabíu þessa dagana og ætlar hann að taka styrkjamálið upp við þarlend stjórnvöld.

Störe segir ennfremur að hann hafi orðið var við svipuð mál hjá öðrum ríkjum í Evrópu og ætlar hann sér að taka málið upp hjá Evrópuráðinu.

Menningarsetur Múslima hefur keypt Ýmishúsið svokallaða í Skógarhlíð í Reykjavík, meðal annars fyrir styrki frá fjársterkum aðilum í Sádí Arabíu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×