Reynsla úr titilslagnum hjálpar meistaranum 6. maí 2010 18:35 Jenson Button áritar fyrir áhugamenn á Spáni í dag. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Jenson Button mundi frekar kjósa að fá þurra keppni í Barcelona en rigningu, en spáð er að rigng geti á mótssvæðinu um helgina. "Það er mikilvægt að fá þurra mótshelgi. Ef það er blautt og okkur gengur vel, þá er það frábært. En við þurfum að vita eins og aðrir hvar við stöndum með bílinn í samaburði við keppinautanna. Við viljum sem hagstæðust úrslit, en við þurfum að vita hvort við erum á réttri leið með bílinn vegna tímabilsins framundan", sagði Button á fundi með fréttamönnum í Barcelona í dag, en greint er frá spjalli hans á vesetri autosport.com. Button er með 60 stig í stigakeppni ökumanna, en Nico Rosberg er með 50, svo koma Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 49. "Ég tel að Red Bull sé með fljótasta bílinn og hafa verið fljótir í tímatökum. Við höfum náð flestum stigum, þó að bíllinn hafi ekki verið sá fljótasti. En við þurfum að bæta bílinn til að skáka Red Bull. Við getum ekki náð titlinum nema ná bílnum á fremsta stað á ráslínu", sagði Button og ljóst að Red Bull má ekki sleppa frá McLaren í tímatökum árinu, eins og til þessa. "Ég finn ekki fyrir neinni pressu og það er frábært. Á síðasta ári var miðhluti tímabilsins mér erfiður og ég átti erfitt þegar kólnaði á brautum vegna akstursstíls míns. En ég lærði á þessum erfiðleikatíma." "Þegar maður er að berjast um meistaratitil, þá eru ekki öll mót góð og maður verður að gleyma þegar verr gengur og einbeita sér að þeim mótum sem vel gekk í. Þá mætir maður með meira sjálfstraust í næsta mót og afslappaðri", sagði Button. Button vill síður rigningarkeppni Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Jenson Button mundi frekar kjósa að fá þurra keppni í Barcelona en rigningu, en spáð er að rigng geti á mótssvæðinu um helgina. "Það er mikilvægt að fá þurra mótshelgi. Ef það er blautt og okkur gengur vel, þá er það frábært. En við þurfum að vita eins og aðrir hvar við stöndum með bílinn í samaburði við keppinautanna. Við viljum sem hagstæðust úrslit, en við þurfum að vita hvort við erum á réttri leið með bílinn vegna tímabilsins framundan", sagði Button á fundi með fréttamönnum í Barcelona í dag, en greint er frá spjalli hans á vesetri autosport.com. Button er með 60 stig í stigakeppni ökumanna, en Nico Rosberg er með 50, svo koma Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 49. "Ég tel að Red Bull sé með fljótasta bílinn og hafa verið fljótir í tímatökum. Við höfum náð flestum stigum, þó að bíllinn hafi ekki verið sá fljótasti. En við þurfum að bæta bílinn til að skáka Red Bull. Við getum ekki náð titlinum nema ná bílnum á fremsta stað á ráslínu", sagði Button og ljóst að Red Bull má ekki sleppa frá McLaren í tímatökum árinu, eins og til þessa. "Ég finn ekki fyrir neinni pressu og það er frábært. Á síðasta ári var miðhluti tímabilsins mér erfiður og ég átti erfitt þegar kólnaði á brautum vegna akstursstíls míns. En ég lærði á þessum erfiðleikatíma." "Þegar maður er að berjast um meistaratitil, þá eru ekki öll mót góð og maður verður að gleyma þegar verr gengur og einbeita sér að þeim mótum sem vel gekk í. Þá mætir maður með meira sjálfstraust í næsta mót og afslappaðri", sagði Button. Button vill síður rigningarkeppni
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira