Atli Hilmarsson verður næsti þjálfari Akureyrar í N1 deild karla í handbolta en hann skrifaði undir tveggja ára samning á Akureyri nú rétt áðan.
Atli Hilmarsson mun taka við stöðunni af Rúnari Sigtryggssyni sem hefur þjálfað Akureyrarliðið síðan að Þór og KA voru sameinuð. Atli þjálfaði kvennalið Stjörnunnar undanfarin tvö tímabili og gerði Garðabæjarliðið að Íslandsmeisturum í fyrra.
Atli þekkir vel til á Akureyri en hann þjálfaði karlalið KA á árunum 1997 til 2002 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili sínu með liðið. Þrír leikmenn Akureyrar í dag, Heimir Örn Árnason, Hafþór Einarsson og Hreinn Hauksson, léku með KA-liðinu fyrir átta árum.
Atli búinn að skrifa undir hjá Akureyrarliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
