Innlent

Vinnuafköst minni hjá konum með legslímuflakk

SB skrifar
Landspítalinn. Legslímuflakk er alvarlegur sjúkdómur.
Landspítalinn. Legslímuflakk er alvarlegur sjúkdómur.
Vinnuafköst eru 38% minni hjá konum sem þjást af legslímuflakki eða endómetríósu eins og sjúkdómurinn er kallaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum kvenna með endómetríóusu.

Í tilkynningunni kemur fram að niðurstöður úr fyrstu alþjóðlegu rannsókn á legslímuflakki liggi nú fyrir. Niðurstöðurnar séu þær að meðal greiningartími legslímuflakks séu 7 ár. 65% kvenna sem þjáist af sjúkdómnum þjást vegna verkja og að ófrjósemi hrjái 30-40% kvenna með sjúkdóminn.

Samtökin munu standa að því að fá Dr. Steven Kennedy, einn helsta sérfræðing í legslímuflakki í heiminum í dag, til að koma til Íslands í byrjun september og halda fyrirlestur. Tilgangurinn sé að vekja athygli heilbrigðisstarfsfólks og fjölmiðla á sjúkdómnum.

Þá hefur Eygló Harðardóttir, þingmaður framsóknarflokksins, einnig talað fyrir þingsályktunartillögu um sjúkdóminn á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×