Innlent

Lést í árekstri við jeppa

59 ára gömul erlend kona, en búsett hérlendis, lést í umferðarslysi í Saurbæ í Dölum síðdegis í gær. Konan ók vélhjóli, sem lenti í árekstri við jeppa á gatnamótum á þjóðveginum á móts við bæinn Litlaholt, skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar. Jeppanum var ekið þvert yfir gatnamótin og skall vélhjólið á jeppanum við afturhjól hans. Við höggið valt jeppinn á veginum og snerist. Ökumann og farþega í jeppanum sakaði ekki.

Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 17.30. Lögreglumenn bæði úr Búðardal og frá Hólmavík fóru á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til og lenti við slysstað með lækni en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Konan sem lést var á ferð með hópi vélhjólamanna og var á leið norður í átt til Vestfjarða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×