Innlent

Aukið álag

Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. Mynd/Stefán Karlsson
Nær 70% svarenda í kjarakönnun Bandalags háskólamanna sögðu að álag hafi aukist á vinnustað á síðustu mánuðum, og að laun fari lækkandi eða standi í stað.

Þetta er meiri fjöldi en svaraði í síðustu könnum sama efnis fyrir ári. Þá sögðust ríflega 60% greina aukið álag. Þá sögðu ríflega 70% að heildartekjur hefðu lækkað eða staðið í stað frá síðasta ári. Með örðum orðum, þá leggja félagsmenn í BHM meira á sig, en bera minna úr býtum.

Í tilkynningu frá BHM segir að bandalagið hafi ekki trú á því að hægt sé að viðhalda gæðum og öryggisákvæðum á sama tíma og dregið er úr mönnun og vinnuframlagi starfsmanna. Nú sé staðan þannig að ekki sé ráðið í störf sem losni af náttúrulegum orsökum, svo sem við ellilífeyrisaldur eða þegar starfsmenn hætta að eigin ósk. Tímabundnir samningar hafa verið látnir renna sitt skeið án endurnýjunar. Endurskipulagning hefur einnig kostað uppsagnir í einhverjum mæli, auk þess sem starfshlutfall hefur víða verið lækkað. Allt þetta hljóti að hafa veruleg áhrif í undirbúningi kjarasamningaviðræðna, sem eru framundan síðar á árinu, segir í tilkynningu BHM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×