Umfjöllun: Einar Örn snéri á Valsmenn á lokasekúndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:47 Einar Örn Jónsson. Mynd/Vilhelm Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri).
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira