Íslandi ber að greiða Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2010 13:09 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA. Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA.
Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54