Innlent

Sextán stöðvaðir á Selfossi fyrir að nota ekki bílbelti

Sextán ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir á Selfossi í gær fyrir að nota ekki bílbelti, en sektin við því er tíu þúsund krónur. Mun algengara er að ökumenn láti undir höfuð leggjast að nota bílbelti inni í þéttbýli en úti á vegum og ber þá gjarnan við að þeir hafi bara verið að skreppa á milli húsa. Þá voru fimm sektaðir um fimm þúsund krónur hver, fyrir að tala í farsíma við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×