Birgir Sigurðsson: Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta Birgir Sigurðsson skrifar 26. maí 2010 14:44 Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar