Erlent

Chile, þetta er Ameríka, HJÁLP

Óli Tynes skrifar
Óþekktarormurinn Michael Moore.
Óþekktarormurinn Michael Moore. MYND/AP

Björgun námumannanna í Chile hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum. Kvikmyndagerðarmaðurinn háðski Michael Moore ræddi björgunina í viðtalsþætti Larrys King í gær.

Hann sagði að það yljaði um hjartaræturnar að eitthvað svona yndislegt skyldi gerast. Og verandi Michael Moore bætti hann náttúrlega við; „Næst þegar kemur hola á botninn á Mexíkóflóa ættum við að hringja til Chile og biðja um hjálp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×