Erlent

Enn eitt sjóránið við Sómalíu

Óli Tynes skrifar
Sómalskir sjóræningjar vopnaðir eldflaugabyssu og hríðskotarifflum.
Sómalskir sjóræningjar vopnaðir eldflaugabyssu og hríðskotarifflum.

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt enn einu skipinu. Skipið er í eigu útgerðar í Dubai en siglir undir panamiskum fána.

Tuttugu og fjögurra manna áhöfn er um borð. Skipverjarnir eru frá Egyptalandi, Pakistan, Bangladesh og Ghana.

Útgerð skipsins tilkynnti að skipinu hefði verið rænt. Herskip á vegum verndarflota Evrópusambandsins sendi flugvél að því og staðfesti ránið.

Sómalskir sjóræningjar hafa nú að minnsta kosti tuttugu skip á valdi sínu og bíða þess að fá lausnargjald fyrir þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×