Innlent

Dofri gefur kost sér í prófkjöri Samfylkingarinnar

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, sækist eftir í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.

Dofri er fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfar í menningar- og ferðamálaráði, umhverfis- og samgönguráði, í stjórn útivistarsvæða Orkuveitunnar og í hverfisráði Grafarvogs. Hann er menntaður leikari og hefur auk þess stundað meistaranám í umhverfishagfræði og frumkvöðlafræðum.

Prófkjörið Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram í lok janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×