Stofnendur Google leysa til sín tæpa 700 milljarða 24. janúar 2010 11:13 Stofnendur Google, þeir Larry Page og Sergey Brin, ætla að selja hlutabréf í sinni eigu í Google fyrir 5,5 milljarða dollara eða tæpa 700 milljarða kr. á næstu fimm árum. Við þetta minnkar eignarhlutur þeirra í Google úr 59% og niður í 48%. Í umfjöllun um málið í Computerworld segir að þeir Page og Brin hafi ekki í hyggju að láta af störfum sínum fyrir Google og verða þar áfram í forsvari. Í yfirlýsingu frá Google sem Bloomberg fréttaveitan birtir segir að þeir félagar verði jafnmikð þátttakendur í daglegum rekstri Google og vöruþróun og verið hefur frá upphafi. Google var stofnað árið 1998 af þeim Page og Brin en þá voru þeir í námi við Stanford háskólann. Þegar Google var skráð á markað árið 2004 var gengi hlutanna 85 dollarar. Um síðustu áramót var gengi þeirra 445 dollara. Þetta er hækkun um 420% á þessu tímabili. Til samanburðar má nefna að vísitalan á Nasdaq markaðinum hækkaði um 8% á sama tímabili. Google er langstærsta leitarvélin á netinu. Á árunum frá 2004 hefur Google síðan eignast Youtube, netauglýsingafyrirtækið Double Click og netörggisfyrirtækið Postini. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stofnendur Google, þeir Larry Page og Sergey Brin, ætla að selja hlutabréf í sinni eigu í Google fyrir 5,5 milljarða dollara eða tæpa 700 milljarða kr. á næstu fimm árum. Við þetta minnkar eignarhlutur þeirra í Google úr 59% og niður í 48%. Í umfjöllun um málið í Computerworld segir að þeir Page og Brin hafi ekki í hyggju að láta af störfum sínum fyrir Google og verða þar áfram í forsvari. Í yfirlýsingu frá Google sem Bloomberg fréttaveitan birtir segir að þeir félagar verði jafnmikð þátttakendur í daglegum rekstri Google og vöruþróun og verið hefur frá upphafi. Google var stofnað árið 1998 af þeim Page og Brin en þá voru þeir í námi við Stanford háskólann. Þegar Google var skráð á markað árið 2004 var gengi hlutanna 85 dollarar. Um síðustu áramót var gengi þeirra 445 dollara. Þetta er hækkun um 420% á þessu tímabili. Til samanburðar má nefna að vísitalan á Nasdaq markaðinum hækkaði um 8% á sama tímabili. Google er langstærsta leitarvélin á netinu. Á árunum frá 2004 hefur Google síðan eignast Youtube, netauglýsingafyrirtækið Double Click og netörggisfyrirtækið Postini.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira