Leit að fólki á tveimur hamfarasvæðum 28. október 2010 06:00 Björgunarfólk leitar í nágrenni eldfjallsins Merapi.nordicphotos/AFP Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira