Erlent

Þúsundir mótmæltu í París

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mótmælin höfðu áhrif á flugsamgöngur. Mynd/ AFP.
Mótmælin höfðu áhrif á flugsamgöngur. Mynd/ AFP.
Tugþúsundir mótmælenda örkuðu um götur Parísar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum franskra stjórnvalda á eftirlaunakerfinu þar í landi.

Stéttarfélög segja að um 330 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum en franska lögreglan segir að mótmælendur hafi verið um 89 þúsund. Fólkið sættir sig ekki við það að ríkisstjórnin hyggist hækka eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár.

Mótmælin hafa haft víðtæk áhrif í dag. til dæmis féll um þiðjungur flugferða um Charles de Gaulle flugvöllinn niður, samkvæmt frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×