Handbolti

Cervar: Vona að Pólland vinni bronsið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu.
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu.
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu, var hæstánægður með sigurinn á Póllandi í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta í dag. Króatía mætir Frakklandi í úrslitaleik mótsins á morgun.

„Ég er mjög stoltur og óska leikmönnum til hamingju með sjöttu verðlaun okkar af tíu þann tíma sem við höfum verið saman," sagði Cervar á blaðamannafundi eftir leik.

„Við komum hingað sem yngsta liðið í keppninni og þrátt fyrir að okkur vanti tvo sterka leikmenn vegna meiðsla höfum við verið á réttri leið strax frá upphafi. Nú höfum við sannað það."

„Pólland var betri aðilinn í fyrri hálfleik en við breyttum um varnarleik í síðari hálfleik og tókst að vinna leikinn."

„Pólska liðið er mjög gott og ég hrósa þeim mikið fyrir þeirra frammistöðu. Ég vona að Pólverjar vinni bronsið á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×