Erlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Pujiono Cahyo Widianto.
Pujiono Cahyo Widianto.

Pujiono Cahyo Widianto, 46 ára múslimaklerkur í Semarang á Indónesíu, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Widianto bauð þúsundum manna í brúðkaup sitt og stúlkunnar árið 2008. Hann sagðist þá ekki ætla að sofa hjá eiginkonu sinni fyrr en hún yrði kynþroska.

Almenningi í landinu ofbauð framferði mannsins, einkum þegar hann sagðist einnig ætla að kvænast tveimur öðrum stúlkum, sjö og níu ára gömlum.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×