Handbolti

Löwen og Kiel mætast í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Stefánsson spilar með Löwen.
Ólafur Stefánsson spilar með Löwen.

Ekkert verður af því að Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel mætist í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár því liðin drógust gegn hvort öðru í átta liða úrslitum keppninnar í morgun.

Verður það svakalegur Íslendingaslagur því Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og með liðinu leikur Aron Pálmarsson. Með liði Löwen spila síðan Íslendingarnir Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Annars eru afar áhugaverðar rimmur í átta liða úrslitum keppninnar en dráttinn má sjá hér að neðan.

Barcelona - Veszprém

Hamburg - Ciudad Real

Rhein-Neckar Löwen - Kiel

Chehovski Medvedi - Montpellier




Fleiri fréttir

Sjá meira


×