Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. apríl 2010 18:02 Úr leiknum í dag. Mynd/Daníel Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira