Viðskipti innlent

Ferðakostnaður seðlabankastjóra hefur snarlækkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Ferðakostnaður seðlabankastjóra hefur snarlækkað frá árinu 2006 samkvæmt gögnum sem Vísir hefur frá skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands.

Heildarkostnaður vegna ferða árið 2009 nam einungis 45% af því sem hann var árið 2006. Árið 2009 var heildarkostnaðurinn 7.674.075 en árið 2006 var heildarkostnaðurinn 16.876.664. Heildarkostnaðurinn á fyrri helmingi þessa árs nam 4.887.546. Til samræmis við þetta hafa dagpeningar vegna utanlandsferða Seðlabankastjóra lækkað verulega. Árið 2006 námu dagpeningarnir 4.298.135 en árið 2009 námu þeir 2.156.788.







Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands eru skýringarnar á þessum mun fyrst og fremst tvær. Í fyrsta lagi hafi fleiri seðlabankastjórar verið starfandi árið 2006 en árið 2009. Hin skýringin er sú að á árunum 2008-2009 hafi seðlabankastjórnarnir verið að reyna að bjarga því sem bjarga varð vegna efnahagshrunsins og hafi því ekki komist til útlanda í eins ríku mæli og áður. Fyrir bankahrun hafi hins vegar verið lögð mikil áhersla á alþjóðatengsl.

Smelltu á myndina hér til hliðar til að sjá yfirlit yfir ferðakostnaðinn. Tölurnar eru í íslenskum krónum umreiknað með tilliti til gengisbreytinga til 30. júní m.v. 50% EUR og 50% USD.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×