Innlent

Haítí: Íslendingarnir í slagtog með bandarískri sveit

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna með bandarísku teymi að rústabjörgun á Haiti. Ekki er alveg ljóst á þessari stundu hvaða verkefni liggur fyrir að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar segir ennfremur að ástandið á sveitinni sé eftir atvikum gott. „Meðlimir fengu um sex tíma hvíld í nótt eftir að hafa unnið hörðum höndum klukkustundum saman í gær við að ná þriðju konunni úr rústum verslunarmiðstöðvar."

Þá segir að hluti sveitarinnar hafi í nótt unnið við að taka á móti öðrum alþjóða björgunarsveitum er komu til Haiti og skipuleggja búðasvæðið innan flugvallarins. Samhæfingastöð alþjóðlegs hjálparliðs, þaðan sem verkefnum er útdeilt, er staðsett í búðum Íslendinga og taka þeir þátt í mönnun hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×