Engin hætta á þjóðargjaldþroti Grikkja, Ísland í ruslið 12. janúar 2010 10:36 Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira