Lindsay Lohan verður fylgdarkona Lugner í ár 7. febrúar 2010 09:16 Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira