Innlent

Lúxusjeppi fjármálastjórans settur á sölu

„Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur,"  sagði Anna Skúladóttir, fjármálastjóri OR, í bréfi sem hún sendi starfsmönnum fyrirtækisins í gær.
„Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur," sagði Anna Skúladóttir, fjármálastjóri OR, í bréfi sem hún sendi starfsmönnum fyrirtækisins í gær. Mynd/Rósa J.
Umdeildur lúxusjeppi sem fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur fékk frá fyrirtækinu hefur verið settur á sölu. Fjármálastjórinn ekur nú um á sama bílnum og áður.

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusjeppa af gerðinni Mercedes-Benz ML 350 sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Orkuveitan keypti jeppann notaðan á 7,1 milljón króna í apríl.

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi verið settur á bílasölu um leið og umfjöllun DV hófst en það var níunda júní.

Hjörlefiur segir að Anna hafi skilað bílnum og óskað eftir endurskoðun á bílafríðindum sínum. Hún ekur nú um á sama bíl frá Orkuveitunnar og hún gerði áður. Það er þrjúlínu BMW. Hjörleifur segir að bílinn sé þriggja eða fjögurra ára gamall.

Fréttablaðið vitnar í dag í bréf sem Anna sendi starfsmönnum Orkuveitunnar. Þar segir að hún harmi umræðuna sem bílakaupin hafa valdið fyrirtækinu.

Sex starfsmenn njóta bílafríðinda hjá Orkuveitunni en verið er að endurskoða þau.


Tengdar fréttir

Harmar umræðu um bíl

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×