Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Friðrik Indriðason skrifar 18. september 2010 17:43 Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. Lögfræðingurinnn Michael Camphausen, sem er einn af fáum sérfræðingum Dana í bankarétti, telur að Finansiel Stabilitet sé komið töluvert út fyrir upphaflegt skipunarbréf sitt í störfum sínum í dag. Í upphafi var bankaumsýslan eins og hver önnur sem þjóðir Evrópu, þar á meðal Ísland, komu á fót eftir að bankar tóku að hrynja í fjármálakeppunni. Þessum ríkisstofnunum er ætlað að taka yfir þá banka eða fjármálafyrirtæki sem hrunið hafa, endurskipuleggja reksturinn og reyna að hámarka endurheimturnar. Fyrir utan þetta hlutverk bankaumsýslunnar segir lögmaðurinn að þar að auki hafi stofnunin gefið út og ráði yfir ríkisábyrgðum hjá rúmlega 60 dönskum fjármálafyrirtækjum sem eru í rekstri að upphæð samtals rúmlega 360 milljarða danskra kr. eða rúmlega 7.000 milljarða kr. Í krafti þessa geti Finansiel Staibilitet sagt fjármálafyrirtækjum fyrir verkum. Nýjasta dæmið er salan á FIH bankanum en hún er gerð núna að skipun Finansiel Stabilitet. Í ljós hefur komið að til að fá ríkisábyrgð á viðamikla skuldabréfaútgáfu sína í fyrra í tengslum við bankpakke I, sérstaka aðstoða danska ríkisins við bankakerfið, urðu stjórnendur FIH bankans að láta bankaumsýslunni í hendur vald til að ákveða sölu bankans fyrir 30. september. Skilanefnd Kaupþings er ekki ánægð með þessar lyktir málsins svo vægt sé til orða tekið. Danskir fjölmiðlar telja að verðið sem greitt er fyrir FIH sé útsölu- eða afsláttarverð (discount-pris) og ef marka má tölur liggur það töluvert undir eiginfé bankans eins og það var gefið upp í yfirliti um reksturinn fyrstu sex mánuði ársins. Í lok júní s.l. var eigið fé bankans 8 milljarðar danskra kr. en umrætt söluverð hans í dag liggur á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. Óánægja skilanefndarinnar liggur í því að m.v. að söluverðið sé rétt, eins og danskir fjölmiðlar hafa heimildir um, fær þrotabú Kaupþings lítið í sinn hlut. Raunar aðeins nokkra milljarða íslenskra kr. Skilanefndin telur að FIH muni braggast á næstu árum og vildi því taka tilboðinu sem var hafnað. Þar var um minni upphafsgreiðslu að ræða en síðan greiðslur í tengslum við árangur bankans í framtíðinni. Það er svo engin tilviljun að það voru lifeyrissjóðir sem börðust um að fá að kaupa FIH bankann. Sem kunnugt er mynduðu tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur ATP og PFA ásamt sænska tryggingarfélaginu Folksam annan kaupendahópinn en í hinum hópnum voru fimm minni danskir lífeyrissjóðir ásamt breska fjárfestingarsjóðnum Triton. ATP og félagar fengu að kaupa bankann og hugsanlega spilar þar inn í að ATP veitti FIH lánalínu upp á 15 milljarða danskra kr. í fyrra. Dönsk stjórnvöld, svipað og íslensk, vilja gjarnan að bólgnir lífeyrissjóðir landsins setji eitthvað af fé sínu í fjárfestingar í atvinnulífinu. Umræður hafa farið fram um þetta milli stjórnvalda og lífeyrissjóða í Danmörku. Og FIH bankinn var bara of gott tækifæri fyrir lífeyrissjóðina að láta framhjá sér fara, einkum í ljósi þess að salan var þvinguð fram af stjórnvöldum. Hvað varðar áhyggjur lögmannsins Camphausen hefur efnahags- og viðskiptaráðherra Dana, Brian Mikkelsen sagt þær ástæðulausar og vísar í að Finansiel Stabilitet sé að ná góðum árangri í störfum sínum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen o.fl. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. Lögfræðingurinnn Michael Camphausen, sem er einn af fáum sérfræðingum Dana í bankarétti, telur að Finansiel Stabilitet sé komið töluvert út fyrir upphaflegt skipunarbréf sitt í störfum sínum í dag. Í upphafi var bankaumsýslan eins og hver önnur sem þjóðir Evrópu, þar á meðal Ísland, komu á fót eftir að bankar tóku að hrynja í fjármálakeppunni. Þessum ríkisstofnunum er ætlað að taka yfir þá banka eða fjármálafyrirtæki sem hrunið hafa, endurskipuleggja reksturinn og reyna að hámarka endurheimturnar. Fyrir utan þetta hlutverk bankaumsýslunnar segir lögmaðurinn að þar að auki hafi stofnunin gefið út og ráði yfir ríkisábyrgðum hjá rúmlega 60 dönskum fjármálafyrirtækjum sem eru í rekstri að upphæð samtals rúmlega 360 milljarða danskra kr. eða rúmlega 7.000 milljarða kr. Í krafti þessa geti Finansiel Staibilitet sagt fjármálafyrirtækjum fyrir verkum. Nýjasta dæmið er salan á FIH bankanum en hún er gerð núna að skipun Finansiel Stabilitet. Í ljós hefur komið að til að fá ríkisábyrgð á viðamikla skuldabréfaútgáfu sína í fyrra í tengslum við bankpakke I, sérstaka aðstoða danska ríkisins við bankakerfið, urðu stjórnendur FIH bankans að láta bankaumsýslunni í hendur vald til að ákveða sölu bankans fyrir 30. september. Skilanefnd Kaupþings er ekki ánægð með þessar lyktir málsins svo vægt sé til orða tekið. Danskir fjölmiðlar telja að verðið sem greitt er fyrir FIH sé útsölu- eða afsláttarverð (discount-pris) og ef marka má tölur liggur það töluvert undir eiginfé bankans eins og það var gefið upp í yfirliti um reksturinn fyrstu sex mánuði ársins. Í lok júní s.l. var eigið fé bankans 8 milljarðar danskra kr. en umrætt söluverð hans í dag liggur á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. Óánægja skilanefndarinnar liggur í því að m.v. að söluverðið sé rétt, eins og danskir fjölmiðlar hafa heimildir um, fær þrotabú Kaupþings lítið í sinn hlut. Raunar aðeins nokkra milljarða íslenskra kr. Skilanefndin telur að FIH muni braggast á næstu árum og vildi því taka tilboðinu sem var hafnað. Þar var um minni upphafsgreiðslu að ræða en síðan greiðslur í tengslum við árangur bankans í framtíðinni. Það er svo engin tilviljun að það voru lifeyrissjóðir sem börðust um að fá að kaupa FIH bankann. Sem kunnugt er mynduðu tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur ATP og PFA ásamt sænska tryggingarfélaginu Folksam annan kaupendahópinn en í hinum hópnum voru fimm minni danskir lífeyrissjóðir ásamt breska fjárfestingarsjóðnum Triton. ATP og félagar fengu að kaupa bankann og hugsanlega spilar þar inn í að ATP veitti FIH lánalínu upp á 15 milljarða danskra kr. í fyrra. Dönsk stjórnvöld, svipað og íslensk, vilja gjarnan að bólgnir lífeyrissjóðir landsins setji eitthvað af fé sínu í fjárfestingar í atvinnulífinu. Umræður hafa farið fram um þetta milli stjórnvalda og lífeyrissjóða í Danmörku. Og FIH bankinn var bara of gott tækifæri fyrir lífeyrissjóðina að láta framhjá sér fara, einkum í ljósi þess að salan var þvinguð fram af stjórnvöldum. Hvað varðar áhyggjur lögmannsins Camphausen hefur efnahags- og viðskiptaráðherra Dana, Brian Mikkelsen sagt þær ástæðulausar og vísar í að Finansiel Stabilitet sé að ná góðum árangri í störfum sínum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen o.fl.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira