Innlent

Fjallahjólabraut í Kjarnaskógi

Nýja brautin. Krefjandi leiðir eru á hjólabrautinni.
Nýja brautin. Krefjandi leiðir eru á hjólabrautinni.

Fyrsta sérhannaða fjallahjólabraut landsins verður vígð á laugardag í Kjarnaskógi við Akureyri. Þriggja kílómetra braut var lögð sumarið 2008 og segir í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga að hún hafi strax orðið vinsæl. Hjólreiðafólk sæki mikið í Kjarnaskóg en umferð gangandi og hjólandi fari ekki alltaf saman.

„Í kjölfar mikilla vinsælda brautanna sem lagðar voru var ákveðið að leggja fleiri brautir og nú er orðin til sérhönnuð fjallahjólabraut þar sem hægt er að hjóla um tólf kílómetra hring sem er lengsta sérhannaða fjallahjólabraut landsins,“ segir í tilkynningunni. - garAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.