Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Valur Grettisson skrifar 22. nóvember 2010 12:06 Magasin du Nord. Birgir fékk lánið út á andlitið eitt. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins. Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins.
Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24