Laun í bankakerfinu helmingi hærri en annarsstaðar Sigríður Mogensen skrifar 9. september 2010 18:30 Laun í bankakerfinu eru uppundir helmingi hærri en laun á almennum vinnumarkaði hér á landi. Meðallaun í stóru bönkunum þremur nema um hálfri milljón á mánuði, en laun sérfræðinga og stjórnenda hífa meðaltalið verulega upp. Fréttastofa byggir þessa fullyrðingu á tölum frá samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og úr ársreikningum bankanna. Íslandsbanki er eini bankinn sem birt hefur hálfsársuppgjör fyrir þetta ár, en fréttastofa studdist við ársuppgjör Arion og Landsbankans fyrir árið 2009. Þess ber að geta að upplýsingar um launagreiðslur í bönkunum voru talsvert villandi í uppgjörsreikningum þeirra. Samkvæmt útreikningum eru meðallaun í Arion banka um 480 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun í Landsbankanum rétt um hálf milljón og meðallaun hjá Íslandsbanka eru um 550 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun á almennum vinnumarkaði nema aftur á móti tæpum 370 þúsund krónum, ef marka má tölur Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Laun í bankakerfinu eru þannig um 40% hærri en meðallaun í þjóðfélaginu. Launastefnan í bönkunum er ekki ósvipuð því sem hún var fyrir hrun, að undanskildum ofurlaunum æðstu stjórnenda - sem hafa horfið. Meðallaun þjónustufulltrúa nema um 320 þúsund á mánuði, miðað við launakönnun árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja gefur sú launakönnun nokkuð rétta mynd af stöðunni í dag. Laun sérfræðinga og stjórnenda hífa meðaltalið svo upp í um hálfa milljón. Þóknanir og aðrar launatengdar greiðslur eru ekki með í þessum upphæðum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Laun í bankakerfinu eru uppundir helmingi hærri en laun á almennum vinnumarkaði hér á landi. Meðallaun í stóru bönkunum þremur nema um hálfri milljón á mánuði, en laun sérfræðinga og stjórnenda hífa meðaltalið verulega upp. Fréttastofa byggir þessa fullyrðingu á tölum frá samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og úr ársreikningum bankanna. Íslandsbanki er eini bankinn sem birt hefur hálfsársuppgjör fyrir þetta ár, en fréttastofa studdist við ársuppgjör Arion og Landsbankans fyrir árið 2009. Þess ber að geta að upplýsingar um launagreiðslur í bönkunum voru talsvert villandi í uppgjörsreikningum þeirra. Samkvæmt útreikningum eru meðallaun í Arion banka um 480 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun í Landsbankanum rétt um hálf milljón og meðallaun hjá Íslandsbanka eru um 550 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun á almennum vinnumarkaði nema aftur á móti tæpum 370 þúsund krónum, ef marka má tölur Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Laun í bankakerfinu eru þannig um 40% hærri en meðallaun í þjóðfélaginu. Launastefnan í bönkunum er ekki ósvipuð því sem hún var fyrir hrun, að undanskildum ofurlaunum æðstu stjórnenda - sem hafa horfið. Meðallaun þjónustufulltrúa nema um 320 þúsund á mánuði, miðað við launakönnun árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja gefur sú launakönnun nokkuð rétta mynd af stöðunni í dag. Laun sérfræðinga og stjórnenda hífa meðaltalið svo upp í um hálfa milljón. Þóknanir og aðrar launatengdar greiðslur eru ekki með í þessum upphæðum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira