Erlent

Ekki gefa fingur í beinni útsendingu -myndband

Óli Tynes skrifar
Tómasi Sjafernaker var mjög brugðið þegar hann sá að myndavélin beindist að honum.
Tómasi Sjafernaker var mjög brugðið þegar hann sá að myndavélin beindist að honum.

Margverðlaunaður veðurfréttamaður á BBC, Tómas Sjafernaker, hefur verið tekinn af skjánum eftir að hann sást „gefa fingur" í beinni útsendingu. Það var í lok fréttatíma í ágúst þegar fréttalesararnir Simon McCoy og Fiona Armstrong voru að kynna að næst yrðu sagðar veðurfréttir.

Þau sögðu með bros á vör að veðurfréttirnar yrðu 100 prósent nákvæmar. Myndavélin var auðvitað á þeim í þessari kynningu. Sjafernaker brosti á móti og gaf þeim fingurinn rétt um leið og myndavélinni var beint að honum.

Honum var sýnilega brugðið þegar hann áttaði sig á því, og reyndi að bjarga málinu með því að klóra sér á kinninni. Það var nokkuð augljóst að veðurfréttamaðurinn var að gantast við félaga sína, en BBC tók það ekki gilt sem afsökun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×