Skilanefndasiðferði 24. febrúar 2010 06:00 Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valdabyggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórnmál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis. Tökum eitt dæmi, skilanefndir. Skilanefndir maka krókinn en þær hafa líka gríðarleg völd og áhrif á hvernig samfélag byggist hér upp, hvað gerist við hvaða eignir gömlu bankanna, hvernig auðnum er skipt og úthlutað. Hvar er dagsbirta slíkra gjörninga og hver ræður yfir skilanefndum? Það er óljóst. FME getur skipað nýjan skilanefndarmann ef einhver hættir. En bara ef einhver hættir. Að öðru leyti virðist FME ekki ráða neitt yfir skilanefndum. Hvað þá með kröfuhafa gömlu bankanna, ráða þeir yfir skilanefndum? Að einhverju leyti því skilanefndir starfa skv. skilgreiningu í umboði kröfuhafa. En kröfuhafar hafa ekki beint boðvald yfir skilanefndum og virðist líka haldið fyrir utan innsta hring. Með öðrum orðum, skilanefndir eru ríki í ríkinu með óljóst lagaumhverfi, óljósa yfirmenn (ef einhverja), nær enga lýðræðislega aðkomu almennings en með gríðarleg völd og auð um að sýsla. Gamla ósýnilega höndin ræður ríkjum og fær myndarþóknun fyrir, eða hvað? Nú þarf að gera hina ósýnilegu hönd sýnilega og setja henni reglur. En við hljótum jafnframt að biðla til ábyrgðarkenndar fólks í landi þar sem fjöldi launþega missir vinnu, velferðarkerfi er skorið niður, heimili eru í skuldafjötrum. Eða hvernig er það á „nýja Íslandi", eru það bara stjórnmálamenn sem allt í einu eiga að „redda málum" eftir að kerfisbundið er búið að taka frá þeim lýðræðislega aðkomu, eða þarf samfélagið allt að hugsa sinn gang, líka skilanefndir? Skilanefndasiðferði þarf að þola dagsljósið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valdabyggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórnmál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis. Tökum eitt dæmi, skilanefndir. Skilanefndir maka krókinn en þær hafa líka gríðarleg völd og áhrif á hvernig samfélag byggist hér upp, hvað gerist við hvaða eignir gömlu bankanna, hvernig auðnum er skipt og úthlutað. Hvar er dagsbirta slíkra gjörninga og hver ræður yfir skilanefndum? Það er óljóst. FME getur skipað nýjan skilanefndarmann ef einhver hættir. En bara ef einhver hættir. Að öðru leyti virðist FME ekki ráða neitt yfir skilanefndum. Hvað þá með kröfuhafa gömlu bankanna, ráða þeir yfir skilanefndum? Að einhverju leyti því skilanefndir starfa skv. skilgreiningu í umboði kröfuhafa. En kröfuhafar hafa ekki beint boðvald yfir skilanefndum og virðist líka haldið fyrir utan innsta hring. Með öðrum orðum, skilanefndir eru ríki í ríkinu með óljóst lagaumhverfi, óljósa yfirmenn (ef einhverja), nær enga lýðræðislega aðkomu almennings en með gríðarleg völd og auð um að sýsla. Gamla ósýnilega höndin ræður ríkjum og fær myndarþóknun fyrir, eða hvað? Nú þarf að gera hina ósýnilegu hönd sýnilega og setja henni reglur. En við hljótum jafnframt að biðla til ábyrgðarkenndar fólks í landi þar sem fjöldi launþega missir vinnu, velferðarkerfi er skorið niður, heimili eru í skuldafjötrum. Eða hvernig er það á „nýja Íslandi", eru það bara stjórnmálamenn sem allt í einu eiga að „redda málum" eftir að kerfisbundið er búið að taka frá þeim lýðræðislega aðkomu, eða þarf samfélagið allt að hugsa sinn gang, líka skilanefndir? Skilanefndasiðferði þarf að þola dagsljósið. Höfundur er alþingismaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun