Þjóðverjar segja Grikki verða að bjarga sér sjálfir Óli Tynes skrifar 16. febrúar 2010 08:41 Grikkir fá snjókaldar kveðjur frá Þjóðverjum. Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira