Innlent

Mikill viðbúnaður lögreglu við Alþingi vegna spennuþáttar

Réttur.
Réttur.

Fjölmargir hafa hringt inn á fréttastofu og tilkynnt um mikinn viðbúnað lögreglu við Alþingi. Þar er svæði afgirt af lögreglunni og svo virðist sem mikill viðbúnaður sé til staðar.

Þegar Vísir hafði samband við lögregluna kom hinsvegar í ljós að þarna er ekki um neyðartilfelli að ræða heldur upptökur á sjónvarpsþætti. Þau svör fengust að þarna væri verið að taka upp framhald lögfræðidramans Réttur sem var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×