Viðskipti innlent

Vilja ræða kaupin á Vestiu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson vill ræða kaup Framtakssjóðs Íslands á Vestiu. Mynd/ Valgarður.
Guðlaugur Þór Þórðarson vill ræða kaup Framtakssjóðs Íslands á Vestiu. Mynd/ Valgarður.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttir af kaupunum hafi vakið athygli og margar spurningar. Hann segist í samtali við Viðskiptablaðið vilja ræða hlutverk Lífeyrissjóðanna í kaupum sem þessum og hvers vegna Vestia var ekki selt í opnu söluferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×