Handbolti

Jafntefli hjá Kiel og Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kiel og Barcelona gerðu jafntefli, 28-28, í stórskemmtilegum leik í Meistaradeildinni í dag.

Kiel leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10, en Börsungar komu til baka í þeim síðari og náðu að tryggja sér stig.

Kiel er með þrjú stig eftir tvo leiki en Börsungar voru að fá sitt fyrsta stig þar sem liðið tapaði gegn Rhein-Neckar Löwen í fyrstu umferð keppninnar.

Aron Pálmarsson var í byrjunarliði Kiel í dag og skoraði eitt mark.

Marcus Ahlm var markahæstur hjá Kiel með 6 mörk og Rocas var einnig með 6 mörk fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×