Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. júlí 2010 08:15 Fréttablaðið/Daníel Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Sjá meira
Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Sjá meira