Hlutabréfaútgáfa upp á 8 milljarða hjá West Ham 8. febrúar 2010 08:32 Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr.Í fréttum um málið í Financial Times og á BBC segir að þeir Sullivan og Gold segjast einkum ætla að nota þetta nýja fjármagn til að grynnka á skuldum liðsins. Þær nemi um 100 milljónum punda í augnablikinu.Í Financial Times segir hinsvegar að ákvörðun þeirra félaga að auka hlutaféið svo skömmu eftir að hafa eignast West Ham tengist áformum um að West Ham yfirtaki Olympíuleikvanginn í Stratford árið 2012 eftir að leikunum lýkur. Bresk stjórnvöld höfðu afskrifað þessa hugmynd fyrir þremur árum en eru nú tilbúin að skoða hana að nýju..."ef peningar eru á borðinu," eins og Tessa Jowell ráðherra Olympíuleikanna segir.Hlutabréfaútboðið verður lokað og er ætlunin að efnaðir stuðningsmenn liðsins fái að taka þátt í því. Aðkoma fagfjárfesta er þó ekki útilokuð að sögn Karren Brady aðstoðarforstjóra liðsins.Það er Shore Capital sem stendur að útgáfunni fyrir hönd eigenda liðsins. Graham Shore einn af eigendum Shore Capital segir að það sé betra að taka á skuldastöðu liðsins strax en að bíða með að grynnka á henni. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr.Í fréttum um málið í Financial Times og á BBC segir að þeir Sullivan og Gold segjast einkum ætla að nota þetta nýja fjármagn til að grynnka á skuldum liðsins. Þær nemi um 100 milljónum punda í augnablikinu.Í Financial Times segir hinsvegar að ákvörðun þeirra félaga að auka hlutaféið svo skömmu eftir að hafa eignast West Ham tengist áformum um að West Ham yfirtaki Olympíuleikvanginn í Stratford árið 2012 eftir að leikunum lýkur. Bresk stjórnvöld höfðu afskrifað þessa hugmynd fyrir þremur árum en eru nú tilbúin að skoða hana að nýju..."ef peningar eru á borðinu," eins og Tessa Jowell ráðherra Olympíuleikanna segir.Hlutabréfaútboðið verður lokað og er ætlunin að efnaðir stuðningsmenn liðsins fái að taka þátt í því. Aðkoma fagfjárfesta er þó ekki útilokuð að sögn Karren Brady aðstoðarforstjóra liðsins.Það er Shore Capital sem stendur að útgáfunni fyrir hönd eigenda liðsins. Graham Shore einn af eigendum Shore Capital segir að það sé betra að taka á skuldastöðu liðsins strax en að bíða með að grynnka á henni.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira