Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm 7. febrúar 2010 08:33 Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira