Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso 1. október 2010 12:07 Luca Montezemolo flytur ávarp á bílasýningunni í París sem núna stendur yfir. Mynd: Getty Images Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128
Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira