Erlent

Allar líkur á að hljómsveitin Pink Floyd komi saman aftur

Allar líkur eru á því að hin goðsagnakennda hljómsveit Pink Floyd komi aftur saman.

Þetta hefur BBC eftir Nick Mason trommuleikara Pink Floyd. Hljómsveitin lék síðast fyrir fimm árum á góðgerðatónleikunum Live 8 í London en á ferli sínum hefur Pink Floyd selt yfir 200 milljónir af plötum sínum.

Mason segir að allir meðlimir Pink Floyd hafi áhuga á að endurtaka leikinn frá Live 8 en um yrði að ræða aðra tónleika í þágu góðgerðasamtaka.

Hljómsveitin liðaðist í sundur á níunda áratug síðustu aldar vegna innbyrðisdeilna milli Roger Waters og David Gilmour. Þeir hafa náð því að sættast og léku þeir saman þrjú klassísk Pink Floyd lög fyrir Hoping Foundation í júlí s.l. en Hoping aðstoðar börn í Palestínu.

Eftir þá uppákomu var haft eftir Waters að frammistaða þeirra hefði verið glæsilegur endir á sögunni eða mögulega nýtt upphaf hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×