Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Æðstu menn Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun.Fréttablaðið/e.ól Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira