Erlent

Íbúar snúa heim eftir eðjuflóð

Búið er að reisa vegg við Kolontar sem vernda á bæinn fyrir frekari eðjuflóðum. Fréttablaðið/AP
Búið er að reisa vegg við Kolontar sem vernda á bæinn fyrir frekari eðjuflóðum. Fréttablaðið/AP
Íbúar ungverska bæjarins Kolontar eru á leið heim aftur eftir að eðjuflóð skall á bænum í síðustu viku. Stífla við úrgangslón álverksmiðju í nágrenninu brast og rauð eitureðja flæddi um nærliggjandi sveitir.

Íbúarnir hafa hafst við í íþróttahúsi í nágrannabænum Ajka síðan flóðið reið yfir. Níu létust í flóðinu og um fimmtíu eru enn á sjúkrahúsi.

Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace vöruðu við því að of snemmt gæti verið fyrir íbúa að snúa aftur, ekki hefði verið gengið nægilega vel úr skugga um að svæðið væri öruggt.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×