Sýning á verkum Munch á Íslandi 15. maí 2010 06:30 Edvard Munch, Á öldum ástarinnar, 1896, LÍ 740. Mynd/Listasafn Íslands Í Listasafni Íslands verður opnuð á morgun sýning á úrvali átján grafíkverka eftir norska listamanninn Edvard Munch. Það var góðvinur listamannsins, Christian Gierløff, sem af rausnarskap sínum færði íslensku þjóðinni fimmtán grafíkverk að gjöf árið 1947. Þrjú verk bárust skömmu síðar, eða 1951, að gjöf frá Ragnari Moltzau útgerðarmanni en þau voru hluti af stórri gjöf grafíkverka eftir norska listamenn. Elst þessara 18 verka er þurrnálarmyndin Veika barnið - Det syke barn, frá 1894, en yngsta verkið er steinþrykkið Mannkynssagan - Historien, frá 1914, en eins og svo margar þrykkmyndir Munchs, eru báðar myndir byggðar á málverkum listamannsins. Fyrir skömmu var handmáluðu eintaki af Historien rænt úr galleríi í Ósló. Edvard Munch færði nýja tilfinningalega vídd í myndlistina og ruddi brautina í grafíkinni með nýstárlegri tækni. Megnið af þeim grafíkverkum sem eftir hann liggja vann hann á árunum 1894-1944. Hann lærði myndlist m.a. hjá Christian Krogh, og hóf feril sinn í impressíóniskum anda, sem snemma varð blandinn táknhyggju út frá persónulegri reynslu, þar sem veikindi, dauði og þjáningarfull mynd af samskiptum kynjanna verða áberandi viðfangsefni. Síðla haustið 1894 gerði Munch sínar fyrstu þurrnálar- og steinprentsmyndir. Ætla má að bæði aukin dreifing verka hans og tekjuvon hafi drifið hann áfram. Mörg fyrstu grafíkverkin voru byggð á sömu mótífum og hann hafði unnið með í málverkunum svo sem Ópið, Madonna og Veika barnið. Eftir stormasamt líf framan af ævi hafði hann hægara um sig og settist að á Kragerø, undan suðurströnd Noregs. Þar kom hann jafnframt upp grafíkverkstæði og þrykkti sjálfur. Grafíkverk Munch eru enn fáanleg á stóru uppboðshúsum heimsins og fara á háu verði. Sýningin stendur til 5. september. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Í Listasafni Íslands verður opnuð á morgun sýning á úrvali átján grafíkverka eftir norska listamanninn Edvard Munch. Það var góðvinur listamannsins, Christian Gierløff, sem af rausnarskap sínum færði íslensku þjóðinni fimmtán grafíkverk að gjöf árið 1947. Þrjú verk bárust skömmu síðar, eða 1951, að gjöf frá Ragnari Moltzau útgerðarmanni en þau voru hluti af stórri gjöf grafíkverka eftir norska listamenn. Elst þessara 18 verka er þurrnálarmyndin Veika barnið - Det syke barn, frá 1894, en yngsta verkið er steinþrykkið Mannkynssagan - Historien, frá 1914, en eins og svo margar þrykkmyndir Munchs, eru báðar myndir byggðar á málverkum listamannsins. Fyrir skömmu var handmáluðu eintaki af Historien rænt úr galleríi í Ósló. Edvard Munch færði nýja tilfinningalega vídd í myndlistina og ruddi brautina í grafíkinni með nýstárlegri tækni. Megnið af þeim grafíkverkum sem eftir hann liggja vann hann á árunum 1894-1944. Hann lærði myndlist m.a. hjá Christian Krogh, og hóf feril sinn í impressíóniskum anda, sem snemma varð blandinn táknhyggju út frá persónulegri reynslu, þar sem veikindi, dauði og þjáningarfull mynd af samskiptum kynjanna verða áberandi viðfangsefni. Síðla haustið 1894 gerði Munch sínar fyrstu þurrnálar- og steinprentsmyndir. Ætla má að bæði aukin dreifing verka hans og tekjuvon hafi drifið hann áfram. Mörg fyrstu grafíkverkin voru byggð á sömu mótífum og hann hafði unnið með í málverkunum svo sem Ópið, Madonna og Veika barnið. Eftir stormasamt líf framan af ævi hafði hann hægara um sig og settist að á Kragerø, undan suðurströnd Noregs. Þar kom hann jafnframt upp grafíkverkstæði og þrykkti sjálfur. Grafíkverk Munch eru enn fáanleg á stóru uppboðshúsum heimsins og fara á háu verði. Sýningin stendur til 5. september. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“