Innlent

Guðmundur í Byrginu dæmdur fyrir fjárdrátt

Guðmundur Jónsson var dæmdur í níu mánaða fangelsi.
Guðmundur Jónsson var dæmdur í níu mánaða fangelsi.

Guðmundur Jónsson, kenndur við Byrgið, var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Um er að ræða meiriháttar bókhaldsbrot og að auki brot gegn lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann dæmdur til þess að greiða átta milljónir í sekt annar komi fimm mánaða fangelsi í staðinn.

Um er að ræða varsla með fjármuni sem ríkið styrkti Byrgið með á sínum tíma. Eftir að upp komst um kynferðisbrot Guðmundar, rannsakaði Ríkisendurskoðandi fjármál Byrgisins og var niðurstöðu þeirrar rannsóknar að lokum vísað til lögreglu.

Auk Guðmundar var Jón Arnarr Einarsson einnig dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot og þar að auki fyrir brot gegn lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann hlaut 4 mánaða fangelsi en refsingu skal frestað og hún látin niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins. Jóni er einnig gert að greiða átta milljónir í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×